Notendaskilmálar Tikk

Almennir skilmálar

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi skilmála vel. Með því að stofna aðgang, skrá þig inn eða halda áfram að skoða Tikk annaðhvort í vafra eða appi staðfestir þú þessa notandaskilmála. Í eftirfarandi verður þú nefndur notandi. Tikk áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum og taka þær breytingar gildi samstundis.

Tikk áskilur sér rétt til að taka út eða breyta efni sem brýtur gegn þessum skilmálum og loka á aðgang viðkomandi aðila.

Aðgangur að vefnum og appi er aðeins fyrir einstaklinga sem eru 18 ára og eldri. Tikk ber enga ábyrgð ef aðilar sem ekki eru lögráða, sjálfráð eða fjárráða nota vefinn.

Notandi ber fulla ábyrgð á því efni sem hann setur á vefinn og skrifað er undir notendanafni hans. Tikk fer ekki sérstaklega yfir aðgang eða upplýsingar notenda og ber enga ábyrgð á þeim. Sér í lagi ábyrgist Tikk ekki á neinn hátt hlut sem viðkomandi er að losa sig við né ástand. 

Tikk ber enga ábyrgð á tjóni af neinu tagi sem notandi getur orðið fyrir vegna samskipta eða viðskipta við annan notanda á vefnum eða utan hans.

Notandi samþykkir að setja ekki inn efni sem brýtur í bága við lög, þar með talið:

  • að setja inn höfundaréttavarið efni án leyfis rétthafa 

  • að setja inn ærumeiðandi efni eða brjóta gegn friðhelgi einkalífs annarra 

  • að eiga fram í hótunum við fólk sem til þess falið er að vekja ótta um líf, heilbrigði eða velferð þess eða annarra 

  • að ráðast opinberlega á fólk vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. 

(sjá til dæmis 228. - 240. gr. almennra hegningarlaga nr 19/1940.)

Í appi og á vefsvæði Tikk má finna tengla á aðrar vefsíður. Tikk ber enga ábyrgð á efni þeirra eða tjóni sem getur orðið við notkun þeirra.

Tikk fer að lögum nr 77/2000 um meðferð persónuupplýsinga og eyðir persónuupplýsingum notenda þegar þeirra er ekki lengur þörf.

Óleyfilegt er að falsa persónuupplýsingar þegar notandi skráir sig á Tikk. 

Tikk notar Google Analytics, greiningarþjónustu frá Google. Google Analytics notast við "cookies". Ópersónugreinanlegar upplýsingar sem Google Analytics aflar eru vistaðar í Bandaríkjunum.

Allan ágreining sem koma má upp vegna notkunnar í appi eða á vef Tikk skal reyna að leysa með sáttum og gilda þá íslensk lög. Náist ekki sættir skal málið fara fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Um þjónustuna

Tikk tengir saman notendur sem eru að losa sig við hluti og svo þá sem vilja taka hluti eða kaupa. Notkun þjónustunnar krefst þess að notandinn stofni aðgang og sú aðgerð er ókeypis.

1. Umfang þjónustunnar 

Eftir að hafa stofnað ókeypis aðgang geta notendur búið til prófíl og leitað að hlutum til að taka eða kaupa á markaðstorgi Tikk. 

Tikk ber enga ábyrgð á því að notandi sem haft er samband við svari innan ákveðins tíma eða yfir höfuð.

2. Uppsögn úr þjónustunni 

Notandi getur sagt upp aðgangnum sínum hvenær sem er.

Tikk áskilur sér rétt til að segja upp aðgangi notenda. Tikk áskilur sér einnig rétt til að fjarlægja eða breyta upplýsingum sem notendur setja inn undir notandanafni sínu án frekari útskýringar.

3. Ábyrgð Tikk

Tikk er ekki hluti af samningi sem notendur gera milli sín og tekur ekki þátt í viðskiptum þeirra á milli. Tikk ber enga ábyrgð á tjóni eða ágreiningi sem kann að verða við samninga, viðskipti eða samskipti milli notenda. 

Tikk ábyrgist á engan hátt gæði né ástand hluta á markaðstorginu. 

4. Skyldur notanda

Notandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar undir sínu notandanafni. Ef Tikk telur sig gruna að upplýsingar sem notandi hefur gefið séu rangar eða brjóta í bága við lög áskilur Tikk sér rétti til að fjarlægja upplýsingarnar og/eða eyða aðgangi notandans.